200 vísindastörf skapast með 25 milljarða fjárfestingu í Vatnsmýri Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. september 2013 20:15 Lyfjafyrirtækið Alvogen ætlar að reisa um ellefu þúsund fermetra Hátækni- og lyfjaþróunarsetur í Vatnsmýri í samvinnu við Vísindagarða Háskóla Íslands. Um er að ræða fjárfestingu upp á 25 milljarða króna sem skapar 200 störf í hátækni- og vísindageiranum. Um er að ræða eina stærstu einstöku fjárfestinguna á Íslandi frá bankahruni. Húsnæðið mun rísa á þessu svæði hér í Vatnsmýrinni (sjá myndskeið) við hlið nýju stúdentagarðanna, skammt frá húsnæði Íslenskrar Erfðagreiningar. Til að setja bygginguna í samhengi þá verður nýtt húsnæði Alvogen 11 þúsund fermetrar en húsnæði Íslenskrar Erfðagreiningar, sem ÍE leigir nú af Vísindagörðum, er 15 þúsund fermetrar. Borgarráð samþykkti að veita Vísindagörðum lóðina í dag en áður hafði verið gengið frá samkomulagi við Alvogen vegna verkefnisins. Alvogen er stýrt af og að hluta í eigu Róberts Wessman, sem áður stýrði Actavis. Í Hátæknisetri Alvogen er fyrirhugað að þróa og framleiða samheitalyfjaútgáfu líftæknilyfja sem eru nú þegar á markaði og markaðssetja þau þegar einkaleyfi þeirra renna út. Lyfin eru öll í hópi söluhæstu lyfja í heiminum í dag og seljast fyrir tugi milljarða bandaríkjadala á ári, að sögn Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar. „Undanfarna mánuði hefur Alvogen lagt mat á ákjósanlega staðsetningu fyrir starfsemina og þykir Ísland nú ákjósanlegasti staðurinn fyrir byggingu Hátækniseturs,“ segir Bjarni. Eiríkur Hilmarsson, framkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands, segir að 200 störf muni skapast í nýju húsnæði Alvogen þegar setrið verður komið í fullan rekstur.Hvenær sjáum við fram á að þetta rísi? „Það er reiknað með því að framkvæmdir hefjist strax, eða innan fárra vikna og húsnæðið verði tilbúið til notkunar innan tveggja ára,“ segir EiríkurAlvogen mun reisa á lóð ykkar, lyfjaþróunarsetur í samstarfi við ykkur? „Já, Vísindagarðar eru með lóðarréttinn og Alvogen byggir húsið á eigin reikning og mun eiga húsið og reka það. Þetta er liður í því að byggja hér upp samfélag hátæknifyrirtækja og Háskólinn verður einnig með aðsetur á lóðinni.“ Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Lyfjafyrirtækið Alvogen ætlar að reisa um ellefu þúsund fermetra Hátækni- og lyfjaþróunarsetur í Vatnsmýri í samvinnu við Vísindagarða Háskóla Íslands. Um er að ræða fjárfestingu upp á 25 milljarða króna sem skapar 200 störf í hátækni- og vísindageiranum. Um er að ræða eina stærstu einstöku fjárfestinguna á Íslandi frá bankahruni. Húsnæðið mun rísa á þessu svæði hér í Vatnsmýrinni (sjá myndskeið) við hlið nýju stúdentagarðanna, skammt frá húsnæði Íslenskrar Erfðagreiningar. Til að setja bygginguna í samhengi þá verður nýtt húsnæði Alvogen 11 þúsund fermetrar en húsnæði Íslenskrar Erfðagreiningar, sem ÍE leigir nú af Vísindagörðum, er 15 þúsund fermetrar. Borgarráð samþykkti að veita Vísindagörðum lóðina í dag en áður hafði verið gengið frá samkomulagi við Alvogen vegna verkefnisins. Alvogen er stýrt af og að hluta í eigu Róberts Wessman, sem áður stýrði Actavis. Í Hátæknisetri Alvogen er fyrirhugað að þróa og framleiða samheitalyfjaútgáfu líftæknilyfja sem eru nú þegar á markaði og markaðssetja þau þegar einkaleyfi þeirra renna út. Lyfin eru öll í hópi söluhæstu lyfja í heiminum í dag og seljast fyrir tugi milljarða bandaríkjadala á ári, að sögn Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar. „Undanfarna mánuði hefur Alvogen lagt mat á ákjósanlega staðsetningu fyrir starfsemina og þykir Ísland nú ákjósanlegasti staðurinn fyrir byggingu Hátækniseturs,“ segir Bjarni. Eiríkur Hilmarsson, framkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands, segir að 200 störf muni skapast í nýju húsnæði Alvogen þegar setrið verður komið í fullan rekstur.Hvenær sjáum við fram á að þetta rísi? „Það er reiknað með því að framkvæmdir hefjist strax, eða innan fárra vikna og húsnæðið verði tilbúið til notkunar innan tveggja ára,“ segir EiríkurAlvogen mun reisa á lóð ykkar, lyfjaþróunarsetur í samstarfi við ykkur? „Já, Vísindagarðar eru með lóðarréttinn og Alvogen byggir húsið á eigin reikning og mun eiga húsið og reka það. Þetta er liður í því að byggja hér upp samfélag hátæknifyrirtækja og Háskólinn verður einnig með aðsetur á lóðinni.“
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira