Fótbolti

Avaldsnes í undanúrslit eftir magnaðan sigur | Hólmfríður skoraði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Avaldsnes vann magnaðan sigur á Klepp í 8-liða úrslitum norska bikarsins í knattspyrnu en liðið vann leikinn 3-2.

Alls komu fjórar íslenskar stelpur við sögu í leiknum en Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði annað mark Avaldsnes í leiknum.

Staðan var jöfn 2-2 þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum en þá náði Andreiu Rou de Andrade að skora sigurmarkið fyrir Avaldsnes.

Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir var milli stanganna allan leikinn en Hólmfríður og Þórunn Helga Jónsdóttir léku einnig allan leikinn.

Mist Edvarðsdóttir kom inná sem varamaður í liði Alvaldsnes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×