Fótbolti

Hitzfeld: Þetta snérist meira um sálfræði en fótboltalega getu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ottmar Hitzfeld, þjálfari Sviss.
Ottmar Hitzfeld, þjálfari Sviss. Mynd/AFP
Ottmar Hitzfeld, þjálfari svissneska landsliðsins í fótbolta, var að vonum svekktur eftir að liðið tapaði niður 1-4 forystu á móti Íslandi í undankeppni HM í gær en leikurinn endaði með 4-4 jafntefli.

„Við þurfum ekkert að bæta við æfingarnar heldur aðeins að vinna með mannlega þáttinn. Ég mun tala við alla mína leikmenn," sagði Ottmar Hitzfeld eftir leikinn.

„Við vorum með leikinn í okkar höndum í stöðunni 4-1 en þá gerðum við slæm mistök í vörninni. Ísland komst aftur inn í leikinn með því að minnka muninn í 4-2 og var ennfremur komið yfirhöndina í sálfræðistríðinu," sagði Hitzfeld.

„Það var sjokk fyrir liðið að fá á sig annað markið og menn urðu stressaðir. Þetta snérist miklu meira um sálfræði en fótboltalega getu," sagði Ottmar Hitzfeld.

„Við áttum að skjóta Íslendingana út úr keppninni um fyrsta sætið en nú er Ísland enn með í baráttunni og þá erum við líka komnir með Norðmenn á hæla okkar. Góðu fréttirnar eru þær að við fáum leik á móti Noregi á þriðjudaginn," sagði Hitzfeld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×