Það þarf þjóð til að vernda barn Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 4. mars 2013 06:00 Vanræksla er ein birtingarmynda ofbeldis gegn barni. Þegar þörfum barns er ekki sinnt nægjanlega þannig að barninu er búin hætta af, eða það getur leitt til skaða á þroska þess, er um vanrækslu að ræða. Vanræksla getur verið líkamleg, tilfinningaleg eða sálræn og vanræksla getur einnig snúið að umsjón og eftirliti varðandi nám. Þegar rætt er um vanrækslu er ekki átt við eitt og eitt skipti heldur síendurtekin atvik. Til dæmis telst til vanrækslu ef sex ára gamalt barn kemur ítrekað of seint í skóla, kemur þangað óhreint eða í skítugum fötum dag eftir dag eða fær ekki næga hvíld að staðaldri. Foreldrar bera einfaldlega ábyrgð á að þessir þættir séu í lagi. Vanræksla getur orðið til þess að barn getur dregist aftur úr jafnöldrum sínum á mismunandi hátt, átt erfiðara með að leysa úr vandamálum og árangur þess í skóla orðið slakari. Einnig getur vanræksla orðið til þess að barn verði berskjaldaðra fyrir öðru ofbeldi, s.s. kynferðisofbeldi. Vanræksla getur því valdið varanlegum skaða bæði andlega og líkamlega. Samkvæmt íslenskum lögum ber öllum skylda að tilkynna til viðkomandi barnaverndarnefndar, neyðarlínu 112 eða lögreglu, grun um að barn sé beitt ofbeldi eða það búi við óviðunandi aðstæður. Því miður er raunin oft sú að þessari skyldu er ekki framfylgt. Hafa má í huga að sá sem tilkynnir getur óskað eftir nafnleynd gagnvart öðrum en barnaverndarstarfsmanni. Barnið á ávallt að njóta vafans og það er hlutverk fagfólksins að meta hvort aðbúnaði barnsins er ábótavant. Á vef samtakanna, www.barnaheill.is/verndumborn má finna nánari upplýsingar um vernd barna gegn ofbeldi, hvernig þekkja má einkennin og hvernig bregðast skuli við. Það er bæði siðferðisleg og lagaleg skylda okkar að tilkynna um grun á ofbeldi eða vanrækslu gegn barni. Það þarf þjóð til að vernda barn. Nú stendur yfir átakið Út að borða fyrir börnin þar sem sextán veitingastaðir og viðskiptavinir þeirra styðja vernd barna gegn ofbeldi með því að gefa hluta af verði valinna rétta til verkefna Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Vanræksla er ein birtingarmynda ofbeldis gegn barni. Þegar þörfum barns er ekki sinnt nægjanlega þannig að barninu er búin hætta af, eða það getur leitt til skaða á þroska þess, er um vanrækslu að ræða. Vanræksla getur verið líkamleg, tilfinningaleg eða sálræn og vanræksla getur einnig snúið að umsjón og eftirliti varðandi nám. Þegar rætt er um vanrækslu er ekki átt við eitt og eitt skipti heldur síendurtekin atvik. Til dæmis telst til vanrækslu ef sex ára gamalt barn kemur ítrekað of seint í skóla, kemur þangað óhreint eða í skítugum fötum dag eftir dag eða fær ekki næga hvíld að staðaldri. Foreldrar bera einfaldlega ábyrgð á að þessir þættir séu í lagi. Vanræksla getur orðið til þess að barn getur dregist aftur úr jafnöldrum sínum á mismunandi hátt, átt erfiðara með að leysa úr vandamálum og árangur þess í skóla orðið slakari. Einnig getur vanræksla orðið til þess að barn verði berskjaldaðra fyrir öðru ofbeldi, s.s. kynferðisofbeldi. Vanræksla getur því valdið varanlegum skaða bæði andlega og líkamlega. Samkvæmt íslenskum lögum ber öllum skylda að tilkynna til viðkomandi barnaverndarnefndar, neyðarlínu 112 eða lögreglu, grun um að barn sé beitt ofbeldi eða það búi við óviðunandi aðstæður. Því miður er raunin oft sú að þessari skyldu er ekki framfylgt. Hafa má í huga að sá sem tilkynnir getur óskað eftir nafnleynd gagnvart öðrum en barnaverndarstarfsmanni. Barnið á ávallt að njóta vafans og það er hlutverk fagfólksins að meta hvort aðbúnaði barnsins er ábótavant. Á vef samtakanna, www.barnaheill.is/verndumborn má finna nánari upplýsingar um vernd barna gegn ofbeldi, hvernig þekkja má einkennin og hvernig bregðast skuli við. Það er bæði siðferðisleg og lagaleg skylda okkar að tilkynna um grun á ofbeldi eða vanrækslu gegn barni. Það þarf þjóð til að vernda barn. Nú stendur yfir átakið Út að borða fyrir börnin þar sem sextán veitingastaðir og viðskiptavinir þeirra styðja vernd barna gegn ofbeldi með því að gefa hluta af verði valinna rétta til verkefna Barnaheilla.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun