Innlent

Fengu 1,2 milljarð í styrk

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Fengu 1,2 milljarða í styrk frá Evrópusambandinu.
Fengu 1,2 milljarða í styrk frá Evrópusambandinu.
Rannsóknarverkefnið GARPUR  (Generally Accepted Reliability Principle with Uncertainy modeiling and through probabilistic Risk assessment) hefur hlotið styrk að fjárhæð 7,7 milljónum evra eða að jafnvirði 1,2 milljörðum króna frá Evrópusambandinu.

Markmiðið með verkefninu er að bylta gildandi aðferðarfræði við áreiðanleikaútreikninga raforkukerfa og þróa ný og hagkvæmari viðmið.

Íris Baldursdóttir, deildarstjóri Kerfisstjórnar og markaðar hjá Landsneti segir þau vilji að Ísland sé áfram framarlega á þessu sviði og með því að taka þátt í því að finna nýjar aðferðir sé það líklegt.

„Við teljum okkur vera mjög framarlega og með þeim fremstu í heiminum í raunatímastýringu á raforkukerfinu í dag, við höfum komið okkur upp hágæðamælum sem að greina rauntímastöðuleika í kerfinu hverju sinni,“ segir Íris.

„Með þessu verkefni viljum við tryggja að við verðum áfram framarlega og við fáum að taka þátt í því að finna nýjar aðferðir til að reka raforkukerfið.“

Það eru Landsnet og Háskólinn í Reykjavík sem standa að verkefninu ásamt 17 evrópskum háskólum, rannsóknarstofnunum og raforkuflutningafyrirtækjum og er áætlað að vinnan taki fjögur ár.

Íris segir að það reyni stöðugt meira á kerfin og í nútímasamfélagi séu gerðar miklar kröfur til þess að rafmagn sé afhent þó eitthvað komi fyrir, bilanir á einum stað vegna veðurs eða annars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×