Innlent

Þrjú prósent fengu tvöfaldar færslur á debetkort

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Viðgerð er lokið og biðst Reiknistofa bankanna velvirðingar á þeim truflunum sem atvikið kann að hafa valdið.
Viðgerð er lokið og biðst Reiknistofa bankanna velvirðingar á þeim truflunum sem atvikið kann að hafa valdið.
Bilun kom upp í debetkortakerfi Reiknistofu bankanna mánudaginn 26. ágúst. Afleiðing bilunarinnar var að tæplega 3% af debetkortum í landinu fengu tvöfaldar færslur á sig í stað einnar vegna debetkortaviðskipta sem áttu sér stað helgina 24.-25. ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reiknistofu bankanna.

Í lok dags 27. ágúst hafði tekist að bakfæra færslurnar hjá um tveimur þriðju þeirra korthafa sem urðu fyrir áhrifum bilunarinnar.  Viðgerð er nú lokið og biðst Reiknistofa bankanna velvirðingar á þeim truflunum sem atvikið kann að hafa valdið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×