Lífið

Sonurinn tekur fyrstu skrefin

Lorenzo, sonur raunveruleikastjörnunnar Snooki, varð eins árs á mánudaginn. Í kjölfarið tók hann sín fyrstu skref og auðvitað lét Snooki myndband af gleðistundinni á netið.

Myndbandið tók faðir Lorenzo og unnusti Snooki, Jionni LaValle. Foreldrarnir eru að sjálfsögðu mjög stoltir en líf Snooki hefur umbreyst síðan hún eignaðist Lorenzo.

Afmælisgleði.
“Líf mitt hefur breyst til batnaðar síðan ég varð móðir. Lorenzo er það besta sem hefur komið fyrir mig. Hann hefur gert mér grein fyrir mikilvægu hlutunum í lífinu og hvað skiptir raunverulega máli og það er fjölskyldan. Nú geri ég allt fyrir soninn og ég gæti ekki verið stoltari og hamingjusamari móðir,” skrifar Snooki á bloggið sitt.

Þreytt eftir afmælisdaginn.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.