Mathieu Flamini er genginn í raðir Arsenal. Frakkinn 29 ára fékk ekki nýjan samning hjá AC Milan í sumar og er nú mættur á nýjan leik til Lundúna.
Flamini var hluti af sterku liði Arsenal sem fór meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu vorið 2006. Liðið vann einnig enska bikarinn vorið 2005 en síðan hefur liðið ekki unnið titil.
„Við erum í skýjunum með að Mathieu hafi ákveðið að ganga til liðs við okkur á nýjan leik," segir Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal í viðtali á heimasíðu félagsins. Frakkinn segir miðjumanninn einnig geta leyst af í vörninni og sé kærkominn liðsstyrkur.
Flamini endurnýjar kynnin við Arsenal
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið





Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti

Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn



Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti
