Fótbolti

Van Persie orðinn fyrirliði Hollands

Stefán Árni Pálsson skrifar
Robin van Persie á landsliðsæfingu í gær
Robin van Persie á landsliðsæfingu í gær Mynd / Getty Images
Knattspyrnumaðurinn Robin van Persie hefur verið gerður að fyrirliða hollenska landsliðsins út undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu 2014.

Wesley Sneijder hefur undanfarið verið fyrirliði liðsins en hann var aftur á móti ekki valinn í hollenska landsliðið fyrir vináttulandsleikinn gegn Portúgal í kvöld.

Wesley Sneijder  leikur í dag með tyrkneska liðinu Galatasaray og ferill hans legið töluvert niður á við frá dögum hans hjá Real Madrid og Inter Milan.

Van Persie, leikmaður Manchester United, er því orðin fyrirliðið landsliðsins í bili í það minnsta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×