Aron: Það besta í stöðunni fyrir mig og fjölskyldu mína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2013 14:31 Forsíðan á heimasíðu bandaríska knattspyrnusambandsins er helguð Aroni Jóhannssyni: Mynd/http://www.ussoccer.com/ Aron Jóhannsson er í ítarlegu viðtali á heimasíðu bandaríska landsliðsins í fótbolta en hann spilar væntanlega fyrsta landsleik sinn fyrir Bandaríkin á eftir þegar liðið mætir Bosníu í vináttulandsleik. Forsíðan á heimasíðu bandaríska knattspyrnusambandsins er helguð Aroni Jóhannssyni og ákvörðun hans. Aron fer yfir ferill sinn, tengsl sín við Bandaríkin og ástæðu þess að hann valdi að spila fyrir Bandaríkin í stað þess að spila fyrir íslenska landsliðið. Aron segir að hann hafi eytt fyrstu þremur til fjórum árum sínum í Bandaríkjunum á meðan að foreldrar hans voru þar við nám en eins að fjölskyldan hafi farið í frí til Bandaríkjanna næstum því á hverju ári. Hann segir líka frá árinu sem hann var í námi við IMG Academy í Bradenton. En hvað segir Aron um ákvörðunina að spila frekar fyrir Bandaríkin. „Ég tók mér góðan tíma í að ákveða mig. Ég talaði um þetta við fjölskylduna mína og þetta er mjög persónuleg ákvörðun fyrir mig. Ég tel að þetta sé það besta í stöðunni fyrir mig og fjölskyldu mína," segir Aron en hvað með viðbrögð fjölskyldu hans á Íslandi? „Þau voru ánægð fyrir mína hönd. Þau lögðu alltaf áherslu að ég tæki þá ákvörðun sem kæmi sér best fyrir mig sjálfan," segir Aron en hvernig leikmaður er hann? „Ég er dæmigerður framherji. Ég reyni að vera öflugur í teignum, sjá fyrir hvert boltinn fer og reyna að vera á réttum stað á réttum tíma," segir Aron. Hann lýsir einnig skoðun sinni á þróun fótboltans í Bandaríkjunum. „Þegar ég tók þessa ákvörðun þá fór fólk að tala um að fótboltinn væri alltaf að vera stærri og stærri í Bandaríkjunum. MLS-deildin er alltaf að verða stærri og allir vita að landsliðið er að verða betra. Ég er ánægður með að fá að taka þátt í því," segir Aron sem tjáði sig líka um landsliðsþjálfarann Jurgen Klinsmann. „Það er frábært að fá að æfa með þjálfara sem hefur gert þetta allt saman sjálfur. Hann getur hjálpað mér að verða betri leikmaður. Landsliðið er aðeins saman í nokkra daga en hann getur gefið mér góð ráð sem ég get tekið með mér aftur til míns félagsliðs," segir Aron sem var að sjálfsögðu spurður út í viðurefnið Aron Bacon vegna þess að mörgum finnst hann vera svo líkur leikaranum Kevin Bacon. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Aron með því að smella hér. Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Aron Jóhannsson er í ítarlegu viðtali á heimasíðu bandaríska landsliðsins í fótbolta en hann spilar væntanlega fyrsta landsleik sinn fyrir Bandaríkin á eftir þegar liðið mætir Bosníu í vináttulandsleik. Forsíðan á heimasíðu bandaríska knattspyrnusambandsins er helguð Aroni Jóhannssyni og ákvörðun hans. Aron fer yfir ferill sinn, tengsl sín við Bandaríkin og ástæðu þess að hann valdi að spila fyrir Bandaríkin í stað þess að spila fyrir íslenska landsliðið. Aron segir að hann hafi eytt fyrstu þremur til fjórum árum sínum í Bandaríkjunum á meðan að foreldrar hans voru þar við nám en eins að fjölskyldan hafi farið í frí til Bandaríkjanna næstum því á hverju ári. Hann segir líka frá árinu sem hann var í námi við IMG Academy í Bradenton. En hvað segir Aron um ákvörðunina að spila frekar fyrir Bandaríkin. „Ég tók mér góðan tíma í að ákveða mig. Ég talaði um þetta við fjölskylduna mína og þetta er mjög persónuleg ákvörðun fyrir mig. Ég tel að þetta sé það besta í stöðunni fyrir mig og fjölskyldu mína," segir Aron en hvað með viðbrögð fjölskyldu hans á Íslandi? „Þau voru ánægð fyrir mína hönd. Þau lögðu alltaf áherslu að ég tæki þá ákvörðun sem kæmi sér best fyrir mig sjálfan," segir Aron en hvernig leikmaður er hann? „Ég er dæmigerður framherji. Ég reyni að vera öflugur í teignum, sjá fyrir hvert boltinn fer og reyna að vera á réttum stað á réttum tíma," segir Aron. Hann lýsir einnig skoðun sinni á þróun fótboltans í Bandaríkjunum. „Þegar ég tók þessa ákvörðun þá fór fólk að tala um að fótboltinn væri alltaf að vera stærri og stærri í Bandaríkjunum. MLS-deildin er alltaf að verða stærri og allir vita að landsliðið er að verða betra. Ég er ánægður með að fá að taka þátt í því," segir Aron sem tjáði sig líka um landsliðsþjálfarann Jurgen Klinsmann. „Það er frábært að fá að æfa með þjálfara sem hefur gert þetta allt saman sjálfur. Hann getur hjálpað mér að verða betri leikmaður. Landsliðið er aðeins saman í nokkra daga en hann getur gefið mér góð ráð sem ég get tekið með mér aftur til míns félagsliðs," segir Aron sem var að sjálfsögðu spurður út í viðurefnið Aron Bacon vegna þess að mörgum finnst hann vera svo líkur leikaranum Kevin Bacon. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Aron með því að smella hér.
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti