Fótbolti

Sjóðheitur Zlatan afgreiddi Norðmenn

Zlatan Ibrahimovic fór mikinn og skoraði þrennu er Svíþjóð vann flottan 4-2 sigur á Norðmönnum í vináttulandsleik í kvöld.

Zlatan kom Svíum í 2-0 áður en Abdellaoue og Stefan Johansen jöfnuðu fyrir Norðmenn. Þannig stóð leikar í hálfleik.

Zlatan kom Svíum yfir á ný snemma í síðari hálfleik og Anders Svensson skoraði svo fjórða markið.

Svo má geta þess að Slóvenar, sem eru í riðli með Íslandi, töpuðu 2-0 gegn Finnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×