Fótbolti

Lagerbäck: Hannes var ekki búinn að standa sig illa

Byrjunarlið Íslands í kvöld.
Byrjunarlið Íslands í kvöld. mynd/daníel
Lars Lagerback, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var spurður út í markverði íslenska liðsins á blaðamannafundi í kvöld en Gunnleifur Gunnleifsson kom nú inn í markið í staðinn fyrir Hannes Þór Halldórsson.

„Það er alltaf samkeppni á milli leikmanna en ástæðan fyrir að Gunnleifur spilaði í kvöld var ekki að Hannes hafi staðið sig illa. Hannes var búinn að spila marga leiki í röð en núna var tímapunktur fyrir Gunnleif að fá tækifæri ef að við skyldum lenda í því að það komi eitthvað fyrir Hannes," sagði Lars Lagerback.

„Nú verðum við bara að sjá til hvor þeirra verður í markinu í næstu leikjum. Gunnleifur hefur staðið sig mjög vel með sínu félagsliði. Við eigum tvo góða markmenn sem er gott," sagði Lagerback.

Gunnleifur hefur átt frábært tímabil með Breiðabliki og því kom ekki á óvart að hann væri í byrjunarliðinu í dag en á sama tíma hefur Hannes gert sig sekan um nokkur mistök í KR-markinu. Hannes hefur aftur á móti spilað mjög vel með íslenska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×