Húsbruni á Hverfisgötu: "Þar sem hústökufólk kemst inn, þar er ekki við góðu að búast" Hrund Þórsdóttir skrifar 19. ágúst 2013 18:39 Öllu tiltæku slökkviliði var stefnt að húsinu, sem lengi hefur staðið autt, í gærkvöldi og var eldurinn töluverður. Reykkafarar voru sendir inn þar sem vitað er að útigangsfólk hefur hafst við í húsinu en það reyndist mannlaust. Talið er víst að kveikt hafi verið í húsinu. Húsið er áfast við Hótel Klöpp sem tilheyrir Center Hotels og segir framkvæmdastjóri þeirra, Kristófer Oliversson, að návígið hafi skapað umtalsverð vandræði. Fyrir hrun stóð til að rífa húsið en framkvæmdum var frestað. „Það hefur náttúrulega kviknað í þessu nokkrum sinnum og iðulega hefur það verið þannig að það hefur verið brunakerfið á hótelinu sem fer í gang. Þá látum við vita og eldurinn er slökktur en sem betur fer hefur ekki orðið tjón á fólki þarna. Þar sem hústökufólk kemst inn, þar er ekki við góðu að búast,“ segir Kristófer. Árið 2010 lést ungur maður þegar húsbruni varð þarna skammt frá, við Hverfisgötu 28 og þykir mildi að enginn var í húsinu þegar eldurinn kom upp í gær.Kristófer segir hávaða og sjónmengun hafa fylgt fólki sem hafðist við þar og í Hjartagarðinum sem liggur að húsinu. „Eins og veggjakrotið. Sumt af þessu er fallegt en megnið er bara óþrif og það virðist vera ótrúlegt umburðarlyndi með svona löguðu. Því meira ofbeldi sem er beitt, því meira umburðarlyndi virðast menn fá,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá byggingafulltrúa Reykjavíkur er sífellt unnið að því að fækka auðum húsum í miðborginni. Þau voru tólf í ágúst 2012 en eru nú átta, með húsinu sem brann í gær. Nú er ráðgert að rífa það og næsta hús og byggja upp í núverandi mynd, en Icelandair hótel mun rísa á reitnum. „Ég er mjög ánægður með það því þetta er ekki til fyrirmyndar eins og þetta er,“ segir Kristófer. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Öllu tiltæku slökkviliði var stefnt að húsinu, sem lengi hefur staðið autt, í gærkvöldi og var eldurinn töluverður. Reykkafarar voru sendir inn þar sem vitað er að útigangsfólk hefur hafst við í húsinu en það reyndist mannlaust. Talið er víst að kveikt hafi verið í húsinu. Húsið er áfast við Hótel Klöpp sem tilheyrir Center Hotels og segir framkvæmdastjóri þeirra, Kristófer Oliversson, að návígið hafi skapað umtalsverð vandræði. Fyrir hrun stóð til að rífa húsið en framkvæmdum var frestað. „Það hefur náttúrulega kviknað í þessu nokkrum sinnum og iðulega hefur það verið þannig að það hefur verið brunakerfið á hótelinu sem fer í gang. Þá látum við vita og eldurinn er slökktur en sem betur fer hefur ekki orðið tjón á fólki þarna. Þar sem hústökufólk kemst inn, þar er ekki við góðu að búast,“ segir Kristófer. Árið 2010 lést ungur maður þegar húsbruni varð þarna skammt frá, við Hverfisgötu 28 og þykir mildi að enginn var í húsinu þegar eldurinn kom upp í gær.Kristófer segir hávaða og sjónmengun hafa fylgt fólki sem hafðist við þar og í Hjartagarðinum sem liggur að húsinu. „Eins og veggjakrotið. Sumt af þessu er fallegt en megnið er bara óþrif og það virðist vera ótrúlegt umburðarlyndi með svona löguðu. Því meira ofbeldi sem er beitt, því meira umburðarlyndi virðast menn fá,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá byggingafulltrúa Reykjavíkur er sífellt unnið að því að fækka auðum húsum í miðborginni. Þau voru tólf í ágúst 2012 en eru nú átta, með húsinu sem brann í gær. Nú er ráðgert að rífa það og næsta hús og byggja upp í núverandi mynd, en Icelandair hótel mun rísa á reitnum. „Ég er mjög ánægður með það því þetta er ekki til fyrirmyndar eins og þetta er,“ segir Kristófer.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira