Enski boltinn

Rémy fer á lán til Newcastle

Stefán Árni Pálsson skrifar
Loic Rémy með Joe Kinnear, yfirmaður knattspyrnumála hjá Newcastle.
Loic Rémy með Joe Kinnear, yfirmaður knattspyrnumála hjá Newcastle. Mynd/ Heimasíða Newcastle
Loic Rémy er genginn til liðs við enska knattspyrnuliðið Newcastle United á lánssamningi út næstkomandi tímabil en leikmaðurinn er í eigu Queens Park Rangers.

Rémy gekk til liðs við QPR í janúar síðastliðnum frá franska liðinu Marseille og náði að skora sex mörk í fjórtán leikjum fyrir liðið sem fékk í lok leiktíðarinnar.

„Það gleður mig mikið að vera orðin leikmaður Newcaslte United,“ sagði Rémy í viðtali við vefsíðu félagsins.

„Það er mikill heiður að fá að spila fyrir eins stórt félag og Newcastle er,“ sagði Frakkinn.

„Ég mun leggja hart að mér til að komast í franska landsliðið fyrir heimsmeistaramótið í Brasilíu á næsta ári og það mun án efa hjálpa mér að spila fyrir klúbb eins og Newcastle.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×