Enski boltinn

Fletcher stefnir á endurkomu í september

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Darren Fletcher er ekki búinn að gefast upp á knattspyrnuferlinum þrátt fyrir erfiða baráttu við sáraristilbólgu síðustu tvö tímabilin.

Hann segir í samtali við enska fjölmiðla að hann stefni að því að spila á ný í september næstkomandi.

Fletcher hefur verið að glíma við sjúkdóminn í alls fimm ár en hefur lítið getað spilað síðustu árin vegna veikindanna. Hann fór í aðgerð í janúar síðastliðnum.

„Ég vona að ég muni bara missa af fyrstu leikjum tímabilsins,“ sagði Fletcher sem spilaði síðast með United um síðustu jól.

„Ég hef verið með sjúkdóminn í fimm ár en átt erfitt með halda einkennum hans í skefjum undanfarin þrjú ár. Hann hefur haft mikil áhrif á mitt daglega líf, hvað þá knattspyrnuferil minn.“

„Ég fæ vonandi grænt ljós á næstu vikum svo ég geti hafið æfingar á ný.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×