Enski boltinn

Nasri sár vegna gagnrýninnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Samir Nasri, leikmaður Manchester City, segir að síðasta leiktíð hafi verið erfið fyrir sig vegna þeirrar gagnrýni sem hann fékk á sig.

City missti meistaratitilinn í hendur United, tapaði bikarúrslitaleiknum gegn Wigan og féll snemma úr leik í Meistaradeildinni. Í lok tímabilsins var svo Roberto Mancini knattspyrnustjóri rekinn.

Nasri var einn þeirra leikmanna sem var gagnrýndur fyrir slaka frammistöðu í leikjum liðsins og það þótti honum sárt.

„Mér líður vel núna. Ég er afslappaður en síðustu mánuðir hafa verið erfiðir fyrir mig,“ sagði hann í viðtali sem birtist á heimasíðu FIFA.

„Ég gekk í gegnum erfitt tímabil þar sem að ég efaðist um sjálfan mig. Mér sárnaði sum gagnrýnin sem ég fékk og var margt ljótt sagt. Ég get tekið sanngjarni gagnrýni en það voru margar lygar sagðar um mig.“

„Ég veit að ég gerði mistök en ég er ekki sá ljóti andarungi sem fólk telur að ég sé.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×