Enski boltinn

Fabregas er ekki til sölu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Manchester United hefur fengið þau skilaboð frá Barcelona að Cesc Fabregas sé ekki til sölu. United hefur tvívegis lagt fram tilboð í kappann.

Þetta kemur fram í spænskum fjölmiðlum en samkvæmt heimildum þeirra hefur Sandro Rosell, forseti Barcelona, ítrekað þetta við forráðamenn Manchester United.

David Moyes hefur þegar látið hafa eftir sér að honum hann muni hætta að eltast við leikmanninn á ákveðnum tímapunkti. „En fram að því munum við gera allt sem við getum til að fá leikmanninn,“ sagði Moyes á blaðamannafundi í vikunni.

Forráðamenn Barcelona hafa ekki tjáð sig opinberlega um tilboð Manchester United en það hefur verið nóg að gera hjá þeim síðustu dagana eftir afsögn knattspyrnustjórans Tito Vilanova.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×