Enski boltinn

Dortmund ætlar ekki að kaupa Kagawa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Forráðamenn Dortmund segja að dyr félagsins standi ávallt opnar fyrir Japanann Shinji Kagawa en að það sé ekki á dagskránni nú að kaupa hann frá Manchester United.

Kagawa var keyptur frá Dortmund til United í fyrra en Japaninn átti erfitt með að festa sig í sessi á fyrsta tímabili sínu í Englandi.

„Ég mun einn daginn snúa aftur til Dortmund, ef félagið vill fá mig,“ sagði Kagawa nýlega á blaðamannafundi í Japan þar sem United er nú í æfingaferð.

„Ég var ekki ánægður með frammistöðu mína á síðasta tímabili. Ég skoraði ekki eins mörk og ég hefði viljað og var mikið meiddur. Við unnum titilinn sem er gott en að öðru leyti náði ég ekki mínum markmiðum,“ sagði Kagawa.

Umboðsmaður Kagawa ítrekaði að skjólstæðingur sinn væri ánægður í Manchester. „Hann vill ekki fara annað og vill ná árangri í Manchester. Það er útilokað að hann snúi aftur til Dortmund eins og er.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×