Íslenski boltinn

Enn einn Spánverjinn til Ólafsvíkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Fram og Víkings í gær.
Úr leik Fram og Víkings í gær. Mynd/Stefán
Markvörðurinn Sergio Lloves og sóknarmaðurinn Juan Manuel Torres eru komnir með félagaskipti hjá Víkingi Ólafsvík en þar með er ljóst að fimm Spánverjar eru á mála hjá liðinu.

Bakvörðurinn Samuel Hernandez og miðjumaðurinn Antonio Mossi spiluðu sinn fyrsta leik með Víkingum í gær er liðið vann 4-3 sigur á Fram á Laugardalsvelli. Insa Fransico, spænskur varnarmaður, hefur spilað með Víkingi í allt sumar en var í banni í gær.

Lloves er markvörður og kemur því í stað Kasparr Ikstens sem fór frá félaginu nú fyrr í mánuðinum. Lloves mun veita Einari Hjörleifssyni samkeppni um markvarðastöðuna en Einar átti góðan leik í gær, rétt eins og Spánverjarnir tveir.

Torres er sem fyrr segir sóknarmaður en hann er 23 ára gamall og á leiki að baki í spænsku C-deildinni.

Víkingar hafa ekki tapað deildarleik í heilan mánuð og eru með níu stig í níunda sæti Pepsi-deildar karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×