Ólympíumeistari fær ekki einu sinni skóstyrk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júlí 2013 17:30 Greg Rutherford fagnar gulli sínu í London síðastliðið sumar. Nordicphotos/Getty Greg Rutherford, Ólympíumeistari karla í langstökki, hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann landaði gullinu á heimavelli í London síðastliðið sumar. Á 46 mínútum upplifðu breskir íþróttaunnendur magnaða stund á Ólympíuleikvanginum í London síðastliðið sumar. Jessica Ennis stóðst pressuna í sjöþrautinni, Mo Farah kláraði 10 þúsund metra hlaupið og Rutherford vann nokkuð óvænt gull í langstökkinu. Á árinu sem nú er liðið frá kvöldinu ógleymanlega í augum Breta hafa Ennis og Farah verið stöðugt í kastljósi fjölmiðlana. Styrktaraðilar hafa barist um þau og er verðmæti styrktarsamninga þeirra talið nema 500-600 milljónum króna á mann.Verðlaunahafarnir þrír í langstökki á síðustu Ólympíuleikum.Nordicphotos/GettyLífið hefur verið öðruvísi hjá Rutherford. Englendingnum hefur ekkert gengið að afla sér styrkja á einu eða öðru formi. Raunar missti hann sinn aðalstyrktaraðila. Íþróttavöruframleiðandinn Nike, sem framleiðir skóna sem Rutherford keppir í, hefur slitið samningi sínum við íþróttakappinn. „Ég held að vandamálið sé að Bretar unnu til 29 gullverðlaunahafa í London að frátöldum verðlaunahöfunum á Ólympíumóti fatlaðra auk þess sem fjárhagskreppan stendur enn yfir," segir Rutherford í ítarlegu viðtali við Guardian. Langstökkskeppnin hefur löngum verið eitt helsta aðdráttaraflið á Ólympíuleikunum. Því virðist með ólíkindum að Nike vilji ekki einu sinni styrkja gullverðlaunahafann í greininni. Rutherford segist reyna að taka því ekki persónulega að hvorki Nike né nokkur annar vilji styðja sig. „Þetta eru viðskipti," segir Rutherford sem reynir að ná samkomulagi við Nike þessa dagana. „Ég stekk í skóm frá þeim og fætur mínir eru vanir þeim. Það voru vonbrigði en hefur einnig breytt viðhorfi mínu. Nú ætla ég að sjá um þetta sjálfur," segir Rutherford sem er að opna fatalínuna GRavity. Upphafsstafirnir eru stórir því þeir vísa í upphafsstafi stökkvarans sem reynir að hafa betur í baráttu við þyngdaraflið.Rutherford fagnar gulli sínu á götum Lundúna.Nordicphotos/Getty„Fyrirtækið er gríðarleg fjárfesting fyrir mig og ég er að taka mikla áhættu. En það er líka gott að geta einbeitt sér að einhverju utan frjálsíþróttavallarins." Rutherford hefur verið þjakaður af meiðslum stóran hluta síns ferils og hið sama er uppi á teningnum núna. Hann missir af frjálsíþróttamóti í London um helgina af þeim sökum en reynir hvað hann getur að verða klár fyrir heimsmeistaramótið í Moskvu í ágúst. Rutherford er lærður kaffiþjónn en vonast þó til þess að þurfa ekki að snúa sér að starfinu á næstunni. „Ég verð 29 ára árið 2016 (þegar Ólympíuleikarnir í Ríó fara fram). Margir frábærir stökkvarar hafa stokkið fram undir fertugt," segir Rutherford og nefnir Dwight Phillips sem dæmi. Hann hafi verið nærri 34 ára afmælisdegi sínum þegar hann kom, sá og sigraði á HM í Daegu árið 2011. Phillips hafi einnig misst styrktaraðila í kjölfar Ólympíugulls árið 2004 en snúið sterkari til leiks. „Ég vonast til þess að leika það eftir." Frjálsar íþróttir Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur Sjá meira
Greg Rutherford, Ólympíumeistari karla í langstökki, hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann landaði gullinu á heimavelli í London síðastliðið sumar. Á 46 mínútum upplifðu breskir íþróttaunnendur magnaða stund á Ólympíuleikvanginum í London síðastliðið sumar. Jessica Ennis stóðst pressuna í sjöþrautinni, Mo Farah kláraði 10 þúsund metra hlaupið og Rutherford vann nokkuð óvænt gull í langstökkinu. Á árinu sem nú er liðið frá kvöldinu ógleymanlega í augum Breta hafa Ennis og Farah verið stöðugt í kastljósi fjölmiðlana. Styrktaraðilar hafa barist um þau og er verðmæti styrktarsamninga þeirra talið nema 500-600 milljónum króna á mann.Verðlaunahafarnir þrír í langstökki á síðustu Ólympíuleikum.Nordicphotos/GettyLífið hefur verið öðruvísi hjá Rutherford. Englendingnum hefur ekkert gengið að afla sér styrkja á einu eða öðru formi. Raunar missti hann sinn aðalstyrktaraðila. Íþróttavöruframleiðandinn Nike, sem framleiðir skóna sem Rutherford keppir í, hefur slitið samningi sínum við íþróttakappinn. „Ég held að vandamálið sé að Bretar unnu til 29 gullverðlaunahafa í London að frátöldum verðlaunahöfunum á Ólympíumóti fatlaðra auk þess sem fjárhagskreppan stendur enn yfir," segir Rutherford í ítarlegu viðtali við Guardian. Langstökkskeppnin hefur löngum verið eitt helsta aðdráttaraflið á Ólympíuleikunum. Því virðist með ólíkindum að Nike vilji ekki einu sinni styrkja gullverðlaunahafann í greininni. Rutherford segist reyna að taka því ekki persónulega að hvorki Nike né nokkur annar vilji styðja sig. „Þetta eru viðskipti," segir Rutherford sem reynir að ná samkomulagi við Nike þessa dagana. „Ég stekk í skóm frá þeim og fætur mínir eru vanir þeim. Það voru vonbrigði en hefur einnig breytt viðhorfi mínu. Nú ætla ég að sjá um þetta sjálfur," segir Rutherford sem er að opna fatalínuna GRavity. Upphafsstafirnir eru stórir því þeir vísa í upphafsstafi stökkvarans sem reynir að hafa betur í baráttu við þyngdaraflið.Rutherford fagnar gulli sínu á götum Lundúna.Nordicphotos/Getty„Fyrirtækið er gríðarleg fjárfesting fyrir mig og ég er að taka mikla áhættu. En það er líka gott að geta einbeitt sér að einhverju utan frjálsíþróttavallarins." Rutherford hefur verið þjakaður af meiðslum stóran hluta síns ferils og hið sama er uppi á teningnum núna. Hann missir af frjálsíþróttamóti í London um helgina af þeim sökum en reynir hvað hann getur að verða klár fyrir heimsmeistaramótið í Moskvu í ágúst. Rutherford er lærður kaffiþjónn en vonast þó til þess að þurfa ekki að snúa sér að starfinu á næstunni. „Ég verð 29 ára árið 2016 (þegar Ólympíuleikarnir í Ríó fara fram). Margir frábærir stökkvarar hafa stokkið fram undir fertugt," segir Rutherford og nefnir Dwight Phillips sem dæmi. Hann hafi verið nærri 34 ára afmælisdegi sínum þegar hann kom, sá og sigraði á HM í Daegu árið 2011. Phillips hafi einnig misst styrktaraðila í kjölfar Ólympíugulls árið 2004 en snúið sterkari til leiks. „Ég vonast til þess að leika það eftir."
Frjálsar íþróttir Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur Sjá meira