"Hjálpaði mér að sitja fyrir nakin" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júlí 2013 20:30 Solo í leik með bandaríska landsliðinu. Solo hefur tvívegis unnið gullverðlaun á Ólympíuleikum með þjóð sinni. Nordicphotos/Getty Hope Solo, markvörður bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur vakið mikla athygli undanfarin ár fyrir vasklega framgöngu sína á milli stanganna. Markvörðurinn 31 árs hefur þó ekki aðeins komið sér í sviðsljósið fyrir frammistöðu sína innan vallar. Solo hefur tekið þátt í raunveruleikaþættinum Dancing with the Stars, setið nakin fyrir, viðurkennt að hafa sængað hjá íþróttamanni í fremstu röð á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og gefið út ævisögu sína. Í nýlegu viðtali við Huffington Post segir Solo að langt sé liðið síðan hana langaði til þess að gráta þegar skólabræður hennar sögðu við hana í partýjum: „Vá! Þú gætir barið mig í klessu." „Á einhverjum tímapunkti áttaði ég mig á því að ég var stolt af því að vera íþróttamaður. Og veistu hvað? Ég ætla að berja þig í klessu," sagði Solo sem þykir hafa útlitið með sér. „Ég veit að ég er falleg en líka sterk og ég held að það sé gott mál fyrir kvenmenn. Það tók langan tíma fyrir mig að átta mig á því að það sem ég væri að gera væri kvenfólki til góðs," segir Solo sem er fyrirmynd ungra knattspyrnuiðkenda vestanhafs og víðar. Solo var spurð að því hvernig tilfinning það hefði verið að fækka fötum fyrir Body Issue, blað ESPN.Forsíða ESPN Body Issue.Mynd/ESPN„Ég var svo taugaóstyrk. Þetta tók svo langan tíma. Við vorum utan dyra og þeir voru að vökva götuna, vinna að lýsingunni og tilfinningin var ekki ósvipuð þeirri þegar maður er í göngunum fyrir knattspyrnuleiki," sagði Solo. „Adrenalínið var í botni. Þetta tók þá svo langan tíma en að lokum kastaði ég frá mér sloppinum og tók á sprett niður götuna kviknakin." Solo segir að takan hafi hjálpað sér og henni liðið vel að henni lokinni. Hún er stolt af líkama sínum, ekki síst öxlunum, sem ullu henni hugarangri í háskóla. „Þá hafði ég svo miklar áhyggjur af breiðu öxlunum mínum að ég sleppti því að lyfta. Í dag eru axlirnar sá hluti líkamans sem ég er stoltust af." Solo spilar í dag með Seattle Reign í bandarísku kvennaknattspyrnunni en liðið er staðsett í samnefndri borg á vesturströndinni. Solo spilaði með háskólaliði University of Washington í Seattle en hefur síðan flakkað á milli liða vestanhafs, í Frakklandi og Svíþjóð. Hún á að baki 137 landsleiki fyrir þjóð sína. Fótbolti Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Í beinni: Þór/KA - FHL | Tekst nýliðunum að tengja saman sigra? Í beinni: Stjarnan - FH | Nágrannaslagur í Garðabænum Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Sjá meira
Hope Solo, markvörður bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur vakið mikla athygli undanfarin ár fyrir vasklega framgöngu sína á milli stanganna. Markvörðurinn 31 árs hefur þó ekki aðeins komið sér í sviðsljósið fyrir frammistöðu sína innan vallar. Solo hefur tekið þátt í raunveruleikaþættinum Dancing with the Stars, setið nakin fyrir, viðurkennt að hafa sængað hjá íþróttamanni í fremstu röð á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og gefið út ævisögu sína. Í nýlegu viðtali við Huffington Post segir Solo að langt sé liðið síðan hana langaði til þess að gráta þegar skólabræður hennar sögðu við hana í partýjum: „Vá! Þú gætir barið mig í klessu." „Á einhverjum tímapunkti áttaði ég mig á því að ég var stolt af því að vera íþróttamaður. Og veistu hvað? Ég ætla að berja þig í klessu," sagði Solo sem þykir hafa útlitið með sér. „Ég veit að ég er falleg en líka sterk og ég held að það sé gott mál fyrir kvenmenn. Það tók langan tíma fyrir mig að átta mig á því að það sem ég væri að gera væri kvenfólki til góðs," segir Solo sem er fyrirmynd ungra knattspyrnuiðkenda vestanhafs og víðar. Solo var spurð að því hvernig tilfinning það hefði verið að fækka fötum fyrir Body Issue, blað ESPN.Forsíða ESPN Body Issue.Mynd/ESPN„Ég var svo taugaóstyrk. Þetta tók svo langan tíma. Við vorum utan dyra og þeir voru að vökva götuna, vinna að lýsingunni og tilfinningin var ekki ósvipuð þeirri þegar maður er í göngunum fyrir knattspyrnuleiki," sagði Solo. „Adrenalínið var í botni. Þetta tók þá svo langan tíma en að lokum kastaði ég frá mér sloppinum og tók á sprett niður götuna kviknakin." Solo segir að takan hafi hjálpað sér og henni liðið vel að henni lokinni. Hún er stolt af líkama sínum, ekki síst öxlunum, sem ullu henni hugarangri í háskóla. „Þá hafði ég svo miklar áhyggjur af breiðu öxlunum mínum að ég sleppti því að lyfta. Í dag eru axlirnar sá hluti líkamans sem ég er stoltust af." Solo spilar í dag með Seattle Reign í bandarísku kvennaknattspyrnunni en liðið er staðsett í samnefndri borg á vesturströndinni. Solo spilaði með háskólaliði University of Washington í Seattle en hefur síðan flakkað á milli liða vestanhafs, í Frakklandi og Svíþjóð. Hún á að baki 137 landsleiki fyrir þjóð sína.
Fótbolti Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Í beinni: Þór/KA - FHL | Tekst nýliðunum að tengja saman sigra? Í beinni: Stjarnan - FH | Nágrannaslagur í Garðabænum Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Sjá meira