Enski boltinn

Pressan verður öll á City

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jose Mourinho
Jose Mourinho Mynd / Getty Images
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, vill meina að öll pressan verði á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á komandi leiktíð.

Manuel Pellegrini, nýráðinn knattspyrnustjóri City, hefur fest kaup á Spánverjunum Alvaro Negredo og Jesus Navas frá Sevilla sem og Stevan Jovetic frá Fiorentina og Fernandinho frá Shakhtar Donetsk. Stjórinn hefur því eytt 80 milljónum punda í leikmannakaup í sumar.

„Ég þekki vel til leikmannanna sem félagið hefur keypt í sumar og þeir eru allir vel klárir í slaginn í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Mourinho.

„Þetta eru allt leikmenn á fullkomnum aldri og með mikinn þroska á knattspyrnuvellinum, þetta er fullkomin tími fyrir þessa leikmenn til að færa sig yfir til Englands.“

„Pressan verður því öll á Manchester City á næsta tímabili. Við erum með virkilega ungt lið sem mun þurfa tíma til að slípa sig saman.“

„Þegar ég tók síðast við Chelsea var ávalt pressa á titil og menn töluðu þá alltaf um þá peninga sem ég hafði eytt í leikmannakaup. Núna verður sú pressa á City.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×