Enski boltinn

Podolski hræðist ekki samkeppni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lukas Podolski blaðamannafundi í gær.
Lukas Podolski blaðamannafundi í gær. Mynd / Getty Images
Þjóðverjinn Lukas Podolski, leikmaður Arsenal, hræðist ekki samkeppni hjá enska knattspyrnuliðinu Arsenal en eins og hefur verið greint frá í allt sumar mun liðið líklega reyna styrkja sig í fremstu víglínu fyrir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal hefur verið á höttunum á eftir argentínska framherjanum Gonzalo Higuain, Úrúgvæanum Luiz Suarez og enska framherjanum Wayne Rooney í sumar.

„Ég hræðist ekkert að fá stór nöfn í liðið, það mun bara styrkja liðið og hjálpa mér.“

„Þessi staða kemur ávallt upp hvert einasta sumar, leikmenn koma og fara. Ég gleðst alltaf þegar ég fæ tækifæri að spila með bestu leikmönnum heims.“

„Þetta snýst ekkert um hvað er best fyrir mig persónulega, þetta snýst um að bæta liðið í heild sinni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×