Enski boltinn

BBC: Suarez vill hefja viðræður við Arsenal

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd / Getty images
Knattspyrnumaðurinn Luis Suarez, leikmaður Liverpool, vill samkvæmt heimildum BBC fara í viðræður við Arsenal.

Arsenal bauð 40 milljónir og eitt pund í leikmanninn í gær en svo virðist sem leikmaðurinn hafi klásúlu í sínum samningi við Liverpool að hann megi yfirgefa klúbbinn ef tilboð yfir 40 milljónir punda berst í Suarez.

Leikmaðurinn virðist vilja yfirgefa félagið í sumar og gæti verið á leiðinni til Arsenal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×