Fótbolti

Karlarnir víkja fyrir konunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lionel Messi horfir til himins.
Lionel Messi horfir til himins. Nordicphotos/Getty
Barcelona sækir Bayern München heim í æfingaleik í Þýskalandi í dag. Leiknum hefur verið flýtt vegna áhuga Þjóðverja á kvennalandsliði sínu.

Sjöfaldir Evrópumeistarar Þjóðverja mæta Svíum í undanúrslitum á Evrópumótinu í Svíþjóð klukkan 18.30 í dag að íslenskum tíma. Á sama tíma átti æfingaleikur Bæjara og Börsunga að fara fram.

Pep Guardiola stýrir þar Bæjurum gegn sínum gömlu lærisveinum frá Barcelona. Margar af skærustu knattspyrnustjörnum heimsins verða í sviðsljósinu og má nefna Lionel Messi og Arjen Robben sem dæmi.

Forráðamenn Bayern München ákváðu að flýta leiknum í München í dag. Hann fer fram klukkan 18.30 að staðartíma sem er klukkan 16.30 að íslenskum tíma. Er það til marks um aukinn áhuga á kvennaknattspyrnu í Þýskalandi og áhuga Þjóðverja á landsliði sínu að tvö af stærstu félagsliðum í karlaboltanum breyti leiktíma sínum. Fullyrða má að forráðamenn Bayern hefðu ekki velt slíku fyrir sér fyrir nokkrum árum.

Leikur Bayern München og Barcelona verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 16.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×