Enski boltinn

United ekki búið að gefast upp á Fabregas

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Moyes, stjóri Manchester United, segir að félagið hafi ekki gefið þá von upp á bátinn að fá Cesc Fabregas, leikmann Barcelona.

Barcelona hefur þegar hafnað tveimur tilboðum United í leikmanninn og forseti félagsins, Sandro Rosell, hefur ítrekað að Fabregas sé ekki til sölu.

„Hlutirnir eru enn í gangi,“ var stutt svar Moyes á blaðamannafundi í Japan í morgun en United er þar statt í æfingaferð.

Moys sagði einnig við blaðamenn í morgun að endurhæfing Wayne Rooney gengi samkvæmt áætlun og að hann eigi von á því að bæði Robin van Persie og Danny Welbeck muni spila í æfingaleik United á morgun. Michael Carrick verður hins vegar ekki með vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×