Enski boltinn

Engin ný tilboð í Baines og Fellaini

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Roberto Martinez, stjóri Everton, segir að ekkert nýtt sé að frétta af mögulegum félagaskiptum þeirra Leighton Baines og Marouane Fellaini.

Talið er að Manchester United hafi gert Everton tilboð í Baines fyrr í sumar og þá var Fellaini orðaður við Arsenal.

„Hér eru allir einbeittir að berjast um sæti í byrjunarliðinu og það er mikil samkeppni í hópnum,“ sagði Martinez á blaðamannafundi. „Við erum bara að reyna að verða eins góðir og við getum áður en lokað verður fyrir félagaskipti.“

„Við lítum á það sem hrós ef önnur lið tala um okkar leikmenn því þeir hafa staðið sig virkilega vel. Fjárhagslega staða félagsins er sterk og við viljum hefja tímabilið með eins sterkan leikmannahóp og við getum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×