Enski boltinn

Bale í viðræðum um nýjan samning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, segir að félagið eigi nú í viðræðum við Gareth Bale um nýjan samning en leikmaðurinn er víða eftirsóttur.

Bale hefur verið mikið orðaður við Real Madrid á Spáni sem og önnur félög. Hann var bæði valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni í fyrra sem og besti ungi leikmaðurinn.

„Félagið hefur verið í samskiptum við umboðsmann leikmannsins. Þau samskipti eru enn í gangi,“ sagði Villas-Boas.

„Leikamðurinn endurnýjaði samning sinn í upphafi síðasta tímabils og stjórnarformaðurinn er að vinna í því. Viðræður eru í gangi en það þýðir ekki að samkomulag sé í höfn.“

Villas-Boas vildi ekki tjá sig um hvort að félaginu hefði borist einhver formleg tilboð í Bale. „Hann er sérstakur leikmaður sem átti frábært tímabil í fyrra. Við vitum hversu góður hann er.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×