Enski boltinn

Táningurinn tryggði Arsenal sigur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Chuba Akpom skorar sigurmarkið í Japan.
Chuba Akpom skorar sigurmarkið í Japan. Nordicphotos/AFP
Chuba Akpom kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmark Arsenal í 2-1 sigri á Urawa Red Diamonds í Japan í dag.

Staðan var 1-1 þegar átta mínútur lifðu leiks og fullkominn árangur Arsenal í Asíu í hættu. Liðið hafði unnið þrjá æfingaleiki sína en nú stefndi í jafntefli. Hinn 17 ára Akpom skoraði þá sigurmarkið eftir klaufagang í vörn heimamanna.

Arsenal vann stórsigra á andstæðingum sínum í Indónesíu og Víetnam á dögunum og lögðu Nagoya Grampus, fyrrum lærisveina Arsene Wenger, 3-1 í Japan á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×