Enski boltinn

Wenger ætlar að bíða eftir Suarez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur ekki áhyggjur af leikmannahópi sínum og segist reiðubúinn að bíða eftir þeim leikmönnum sem félagið hefur áhuga á að kaupa.

Arsenal hefur lagt fram tvö tilboð í Luis Suarez, leikmann Liverpool, en það síðara var upp á 40 milljónir punda og reyndar einu pundi betur.

„Við erum tilbúnir til samninga hvenær sem er en þetta er ekki bara undir okkur komið,“ sagði Wenger en nefndi þó Suarez ekki sérstaklega til sögunnar. „En við erum reiðubúnir að bíða. Það er ólíklegt að gengið verði frá þessu fyrir Emirates-mótið.“

„Við erum með sterkan leikmannahóp en viljum styrkja hann enn fremur. En hvort sem okkur tekst það eða ekki verðum við í hópi þeirra liða sem munu berjast um titilinn á næsta tímabili.“

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, sagði á dögunum að það yrði ekki skref upp á við fyrir Suarez að fara til Liverpool. „Hann verður að svara fyrir þessi ummæli sjálfur. Ég veit það ekki. Við erum ekki nálægt því að semja við Suarez eða neinn annan og því sé ekki ástæðu til að ræða það frekar,“ sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×