Fótbolti

Dortmund hafði betur gegn Bayern

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marco Reus skoraði tvö í dag.
Marco Reus skoraði tvö í dag.
Pep Guardiola tapaði í kvöld sínum fyrsta stóra leik sem þjálfari Bayern München en liðið tapaði fyrir Dortmund í þýska ofurbikarnum.

Bayern vann þrefalt í vor en þessi lið mættust einmitt í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Í þetta sinn hafði Dortmund betur, 4-2, en liðin eru enn að komast af stað eftir undirbúningstímabilið.

Marco Reus kom Dortmund yfir snemma leiks en Arjen Robben jafnaði á 54. mínútu. Tveimur mínútum síðar náði Dortmund að jafna með sjálfsmarki Daniel van Buyten og aðeins mínútu síðar komst Dortmund yfir með marki Ilkay Gündogan.

Reus innsiglaði svo sigur Dortmund með marki á 86. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×