Enski boltinn

Soldado á leið til Tottenham

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Soldado er mikill markaskorari en hann hefur meðal annars leikið með Real Madrid, Getafe og Valencia á ferlinum.
Soldado er mikill markaskorari en hann hefur meðal annars leikið með Real Madrid, Getafe og Valencia á ferlinum.
Spænski sóknarmaðurinn Roberto Soldado, sem spilar með Valencia á Spáni er á leið til Tottenham eftir að liðið virkjaði kaupréttsákvæði í samningi leikmannsins sem er upp á þrjátíu milljónir evra.

Liðin höfðu verið í samningaviðræðum undanfarnar vikur um kaup á Soldado en nú hafa Tottenham boðið þrjátíu milljónir evra í Soldado sem neyðir Valencia til þess að selja leikmanninn.

Það er talið að Soldado, sem er 28 ára gamall muni gangast undir læknisskoðun hjá félaginu strax á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×