Fótbolti

Þjóðverjar Evrópumeistarar í sjötta sinn í röð

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Þýska landsliðið hefur verið ótrúlega sigursælt í gegnum tíðina.
Þýska landsliðið hefur verið ótrúlega sigursælt í gegnum tíðina.
Þjóðverjar urðu í dag Evrópumeistarar í knattspyrnu kvenna eftir sigur á Norðmönnum 1-0. Leikurinn var gríðarlega spennandi og brenndu Norðmenn meðal annars af tveimur vítaspyrnum.

Eina mark leiksins gerði Anja Mittag í byrjun síðari hálfleik eftir góða sókn þeirra þýsku.

Norðmenn fengu sitthvora vítaspyrnuna í hvorum hálfleiknum en hetja Þjóðverja var Nadine Angerer, markvörður liðsins en hún gerði sér lítið fyrir og varði báðar spyrnurnar.

Norðmenn sóttu stíft að marki Þjóðverja undir lok leiks en inn vildi boltinn ekki og þær þýsku fögnuðu frábærum sigri.

Þetta er í sjötta skiptið í röð sem Þjóðverjar verða Evrópumeistarar í kvennaknattspyrnu og þeirra áttundi í heildina. Ótrúlegur árangur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×