Getur Usain Bolt bætt sig frekar? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júlí 2013 10:14 Bolt í Berlín árið 2009. Nordicphotos/Getty Heimsmet Jamaíkamannsins Usain Bolt í 100 metra hlaupi, 9,58 sekúndur, hefur staðið óhreyft í fjögur ár. Skiptar skoðanir eru á möguleikum Bolt til að bæta met sitt í framtíðinni.Á heimasíðu BBC er fjallað um eðlisfræðilegar rannsóknir á árangri Bolt. Vísindamenn þar vísa í stærðfræðilegt líkan sem þeir segja sýna það afl og orku sem Bolt hafi þurft á að halda til að vinna gegn vindmótstöðu sem í raun sé meiri vegna þess hve hávaxinn kappinn sé. Bolt er 195 sentimetrar á hæð sem hefur til þess verið talið honum til tekna í hlaupinu, réttilega. Hann er afar skreflangur en vísindamennirnir fullyrða að hæðin auki vindmótstöðuna gífurlega. Samkvæmt líkani þeirra náði Bolt mest 12,2 m/s hraða eða um 44 km/klst. Bolt notaði mest afl (orka á tímaeiningu) þegar aðeins ein sekúnda var liðin af hlaupinu. Þá hafði hann hins vegar aðeins náð um helmingnum af þeim hraða sem hann mest náði og áður var nefndur.Usain Bolt í Berlín.Nordicphotos/GettyVísindamennirnir segja þetta sýna hversu rosalega stórt hlutverk vindmótstaðan leikur. Aðeins um 8% af orkunni sem Bolt fékk úr vöðvum sínum gat hann nýtt í hreina hreyfingu. Afgangurinn, heil 92%, fór í að vinna á móti vindmótstöðunni. John Barrow við háskólann í Cambridge segir að Bolt geti enn aukið hraða sinn og bætt metið sitt frá því í Berlín 2009. Verði Bolt örlítið fljótari upp úr blokkunum, fái hann örlítið meiri meðvind og ef hlaupið fer fram hærra yfir sjávarmáli sé möguleikinn fyrir hendi. Meðvindur Bolt í Berlín var 0,9 m/s en má mest vera 2,0 m/s til þess að met séu gild.Bolt hefur rakað inn verðlaunum í 100 metra, 200 metra og boðhlaupum undanfarin ár.Nordicphotos/GettyBlaðamaður Guardian, Sean Ingle, heldur því hins vegar fram í pistli sem birtur var í gær að Usain Bolt muni aldrei komast nærri heimsmeti sínu aftur. Í stuttu máli byggir Ingle skoðun sína á því að Bolt hafi í raun unnið allt sem hægt sé að vinna. Þá séu keppinautar hans að heltast úr lestinni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi auk þess sem Bolt hefur lent í meiri meiðslum undanfarin misseri en á hátindinum árið 2009.Greinina má sjá hér. Frjálsar íþróttir Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Sjá meira
Heimsmet Jamaíkamannsins Usain Bolt í 100 metra hlaupi, 9,58 sekúndur, hefur staðið óhreyft í fjögur ár. Skiptar skoðanir eru á möguleikum Bolt til að bæta met sitt í framtíðinni.Á heimasíðu BBC er fjallað um eðlisfræðilegar rannsóknir á árangri Bolt. Vísindamenn þar vísa í stærðfræðilegt líkan sem þeir segja sýna það afl og orku sem Bolt hafi þurft á að halda til að vinna gegn vindmótstöðu sem í raun sé meiri vegna þess hve hávaxinn kappinn sé. Bolt er 195 sentimetrar á hæð sem hefur til þess verið talið honum til tekna í hlaupinu, réttilega. Hann er afar skreflangur en vísindamennirnir fullyrða að hæðin auki vindmótstöðuna gífurlega. Samkvæmt líkani þeirra náði Bolt mest 12,2 m/s hraða eða um 44 km/klst. Bolt notaði mest afl (orka á tímaeiningu) þegar aðeins ein sekúnda var liðin af hlaupinu. Þá hafði hann hins vegar aðeins náð um helmingnum af þeim hraða sem hann mest náði og áður var nefndur.Usain Bolt í Berlín.Nordicphotos/GettyVísindamennirnir segja þetta sýna hversu rosalega stórt hlutverk vindmótstaðan leikur. Aðeins um 8% af orkunni sem Bolt fékk úr vöðvum sínum gat hann nýtt í hreina hreyfingu. Afgangurinn, heil 92%, fór í að vinna á móti vindmótstöðunni. John Barrow við háskólann í Cambridge segir að Bolt geti enn aukið hraða sinn og bætt metið sitt frá því í Berlín 2009. Verði Bolt örlítið fljótari upp úr blokkunum, fái hann örlítið meiri meðvind og ef hlaupið fer fram hærra yfir sjávarmáli sé möguleikinn fyrir hendi. Meðvindur Bolt í Berlín var 0,9 m/s en má mest vera 2,0 m/s til þess að met séu gild.Bolt hefur rakað inn verðlaunum í 100 metra, 200 metra og boðhlaupum undanfarin ár.Nordicphotos/GettyBlaðamaður Guardian, Sean Ingle, heldur því hins vegar fram í pistli sem birtur var í gær að Usain Bolt muni aldrei komast nærri heimsmeti sínu aftur. Í stuttu máli byggir Ingle skoðun sína á því að Bolt hafi í raun unnið allt sem hægt sé að vinna. Þá séu keppinautar hans að heltast úr lestinni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi auk þess sem Bolt hefur lent í meiri meiðslum undanfarin misseri en á hátindinum árið 2009.Greinina má sjá hér.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Sjá meira