Enski boltinn

Bony dýrasti leikmaður Swansea

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Wilfried Bony.
Wilfried Bony. Nordicphotos/Getty
Enska úrvalsdeildarfélagið Swansea hefur gengið frá kaupum á Fílabeinsstrendingnum Wilfried Bony frá Vitesse Arnhem.

Framerjinn kostar Swansea tólf milljónir punda eða rúma tvo milljarða íslenskra króna. Hann hefur skrifað undir fjögurra ára samning en hann á þó eftir að fá atvinnuleyfi á Englandi.

„Rætt hefur verið um mögulega brottför mína langan tíma þ.a. það er ánægjulegt að búið sé að ganga frá félagaskiptunum," segir Bony. Framherjinn skoraði 31 mark í 30 leikjum í hollensku deildinni í fyrra og varð markahæstur.

Pablo Harnández, sem Swansea keypti frá Valencia á 5,55 milljónir punda síðastliðið sumar, var áður dýrasti leikmaður velska félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×