Enski boltinn

Rooney frá í mánuði vegna lærmeiðsla

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Wayne Rooney var utan hóps í síðustu leikjum United undir stjórn Sir Alex Ferguson.
Wayne Rooney var utan hóps í síðustu leikjum United undir stjórn Sir Alex Ferguson. Nordicphotos/Getty
Reiknað er með því að Wayne Rooney, framherji Manchester United, verði frá keppni næsta mánuðinn vegna meiðsla á læri.

Framherjinn 27 ára ferðaðist með liði United til Tælands en snýr nú aftur til Englands til að ná sér vegna meiðsla sinna. Mikið hefur verið rætt um framtíð Rooney hjá félaginu en David Moyes, stjóri United, hefur sagt framherjann ekki vera til sölu.

„Við tökum enga áhættu. Það þjónar engum tilgangi að fara með hann á ferðalag um heiminn núna," sagði Moyes í viðtali við MUTV. Moyes sagði að meiðslin væru ekki alvarleg en þó vonbrigði.

Rooney tjáði sig á Twitter-vegna meiðsla sinna.

„Í áfalli eftir að hafa lent í minniháttar meiðslum. Sérstaklega eftir að hafa lagt svo hart að mér við æfingar. Á leiðinni til Manchester til að láta skoða mig en flest bendir til að þetta sé ekkert alvarlegt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×