Ólympíufarar sameina krafta sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2013 11:45 Mynd/anton „Þetta er mjög skemmtilegt lið og mjög skemmtileg blanda. Það er samt langt í frá að við séum langsterkasta liðið," segir Ólympíufarinn Kári Steinn Karlsson. Kári Steinn verður í eldlínunni á sunnudaginn þegar keppt verður í hálfum járnmanni í Hafnarfirði. Um er að ræða Íslandsmótið í þríþraut í vegalengdinni. Mest alvara er í einstaklingsflokki þar sem keppendur sjá um allar þrautirnar sjálfir en stemmningin er einnig mikil í liðakeppninni. Kári Steinn er með sterka félaga í sínu liði. Þannig mun Jón Margeir Sverrisson, Ólympíumeistari í flokki þroskahamlaðra í 200 metra skriðsundi, synda sundlegginn og María Ögn Guðmundsdóttir, hjólreiðakona síðasta árs, sjá um reiðhjólalegginn.Jón Margeir fagnar í London síðastliðið sumar.Nordicphotos/GettySyntir verða 1900 metrar, hjólaðir 90 kílómetrar áður en hálft maraþon eða 21,1 kílómetri verður hlaupinn. „Þetta er fyrst og fremst til gamans. Maður ætlar ekkert að toppa í þessu hlaupi eða svoleiðis," segir Kári Steinn sem hafnaði í 42. sæti í maraþonhlaupi karla á Ólympíuleikunum á síðasta ári. „Ég legg þó meira upp úr þessu í ár en í fyrra þegar þetta var eingöngu til gamans," segir Kári Steinn.Hafsteinn Ægir og María Ögn.Hann segir fjölmörg sterk lið vera skráð til leiks. Róbert Wessman hafi til að mynda fengið sterka einstaklinga í sitt lið og þá er hjólreiðakappinn Hafsteinn Ægir Geirsson í sterku liði. „Hjólaleggurinn vegur þyngt. Það er lengsti leggurinn þannig að menn vinna hlutfallslega upp mestan tíma þar," segir Kári Steinn. Fróðlegt verður að fylgjast með keppni í hjólreiðunum en svo skemmtilega vill til að fremsta hjólreiðafólk landsins, Hafsteinn Ægir og María Ögn, eru par. Allar frekari upplýsingar um keppnina má finna á heimasíðu 3SH. Skráningu í keppnina lýkur í dag klukkan 18. Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Sjá meira
„Þetta er mjög skemmtilegt lið og mjög skemmtileg blanda. Það er samt langt í frá að við séum langsterkasta liðið," segir Ólympíufarinn Kári Steinn Karlsson. Kári Steinn verður í eldlínunni á sunnudaginn þegar keppt verður í hálfum járnmanni í Hafnarfirði. Um er að ræða Íslandsmótið í þríþraut í vegalengdinni. Mest alvara er í einstaklingsflokki þar sem keppendur sjá um allar þrautirnar sjálfir en stemmningin er einnig mikil í liðakeppninni. Kári Steinn er með sterka félaga í sínu liði. Þannig mun Jón Margeir Sverrisson, Ólympíumeistari í flokki þroskahamlaðra í 200 metra skriðsundi, synda sundlegginn og María Ögn Guðmundsdóttir, hjólreiðakona síðasta árs, sjá um reiðhjólalegginn.Jón Margeir fagnar í London síðastliðið sumar.Nordicphotos/GettySyntir verða 1900 metrar, hjólaðir 90 kílómetrar áður en hálft maraþon eða 21,1 kílómetri verður hlaupinn. „Þetta er fyrst og fremst til gamans. Maður ætlar ekkert að toppa í þessu hlaupi eða svoleiðis," segir Kári Steinn sem hafnaði í 42. sæti í maraþonhlaupi karla á Ólympíuleikunum á síðasta ári. „Ég legg þó meira upp úr þessu í ár en í fyrra þegar þetta var eingöngu til gamans," segir Kári Steinn.Hafsteinn Ægir og María Ögn.Hann segir fjölmörg sterk lið vera skráð til leiks. Róbert Wessman hafi til að mynda fengið sterka einstaklinga í sitt lið og þá er hjólreiðakappinn Hafsteinn Ægir Geirsson í sterku liði. „Hjólaleggurinn vegur þyngt. Það er lengsti leggurinn þannig að menn vinna hlutfallslega upp mestan tíma þar," segir Kári Steinn. Fróðlegt verður að fylgjast með keppni í hjólreiðunum en svo skemmtilega vill til að fremsta hjólreiðafólk landsins, Hafsteinn Ægir og María Ögn, eru par. Allar frekari upplýsingar um keppnina má finna á heimasíðu 3SH. Skráningu í keppnina lýkur í dag klukkan 18.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Sjá meira