Enski boltinn

Eggert farinn frá Wolves

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eggert Gunnþór í einum af fáum leikjum sínum með Úlfunum.
Eggert Gunnþór í einum af fáum leikjum sínum með Úlfunum. Nordicphotos/Getty
Eggert Gunnþór Jónsson er laus allra mála hjá enska knattspyrnufélaginu Wolves. Sky Sports greinir frá þessu.

Eggert gekk í raðir Úlfanna í janúar 2012 frá skoska félaginu Hearts og skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning.

Miðjumaðurinn 24 ára tókst ekki að vinna sér sæti í liði Úlfanna og kom aðeins við sögu í sjö leikjum með aðalliðinu. Hann fór að láni til Charlton hluta af síðasta tímabili.

Heimildir Sky Sports herma að Eggert hafi komist að samkomulagi við félagið að losna undan samningi þó hann ætti tvö ár eftir af honum. Hann er nú í leit að nýju félagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×