Enski boltinn

Valdi barnið fram yfir liðið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tom Ince er sonur Paul Ince sem lék lengi með Manchester United og síðar með Inter og Liverpool.
Tom Ince er sonur Paul Ince sem lék lengi með Manchester United og síðar með Inter og Liverpool. Nordicphotos/Getty
Ekkert verður af því að knattspyrnumaðurinn Tom Ince gangi í raðir nýliða Cardiff í ensku úrvalsdeildinni.

Ince, sem er samningsbundinn Blackpool, var í viðræðum við velska liðið í vikunni. Flest benti til þess að hann yrði nýjasti liðsmaður þeirra enda höfðu félögin komist að samkomulagi um kaupverð. Svo kom babb í bátinn.

Cardiff segir ástæðu þess að Ince hafi ekki gengið í raðir félagsins þá að Ince hafi viljað vera áfram í Blackpool. Ince er nýbakaður faðir og vilji vera nærri barni sínu.

Fróðlegt verður að sjá hvort Ince verði áfram í röðum Blackpool eða rói á önnur mið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×