Enski boltinn

Moyes fær pening til að eyða

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Moyes er tilbúinn að eyða.
Moyes er tilbúinn að eyða. MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY
David Moyes knattspyrnustjóri Manchester United segist vera klár með fé til að kaupa bestu leikmenn sem völ er á nú í sumar.

David Moyes er í nýrri stöðu. Hann hefur þurft að venja sig á að finna leikmenn fyrir lítið sem ekkert fé hjá Everton en nú er hann hjá einu ríkasta félagsliði heims þar sem staðan er önnur.

Manchester United hefur verið orðað við leikmenn á borð við Gareth Bale hjá Tottenham og Cristiano Ronaldo fyrrum leikmenn Manchester United sem nú leikur með Real Madrid.

Moyes vill ekki viðurkenna að hvaða leikmenn hann sé á höttunum eftir en hann reiknar með stuðningi frá stjórn félagsins þegar hann er tilbúinn að bjóða í leikmenn.

Moyes leit á björtu hliðarnar eftir tap í æfingaleik í Tælandi í gær. „Er ekki frábært þegar félagið segir, hér eru engin takmörk. Þú sækir bara það sem þú þarf,“ sagði Moyes eftir leikinn í gær.

„Við erum með leikmenn í sigtinu. Við ætlum að gera eins og áður. Sækja fram. Ég vil ekki gefa upp nein nöfn en við horfum aðeins til bestu leikmannanna. Ég er að reyna að styrkja vissar stöðu. Við erum fámennir á miðjunni.

„Við erum líka félag sem fjárfestir í yngri flokka starfinu. Það er viðbúið að við leitum að yngri leikmönnum.

„Við leggjum okkur fram við að sjá til þess að fyrstu kaupin verði þau réttu. Ég tók við mjög góðu búi og vil því bæta gáfulega við liðið,“ sagði Moyes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×