Enski boltinn

Arsenal gjörsigraði fyrsta æfingaleikinn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Markaskorararnir Giroud og Podolski slá á létta strengi í Indónesíu
Markaskorararnir Giroud og Podolski slá á létta strengi í Indónesíu Mynd:Nordic Photos/Getty
Arsenal sigraði knattspyrnulið frá Indónesíu 7-0 í dag þegar enska úrvalsdeildarfélagið lék sinn fyrsta æfingaleik í sumar. Staðan í hálfleik var 1-0.

Theo Walcott skoraði eina mark fyrri hálfleiks á 19. mínútu í hitanum í Jakarta.

Chuba Akpom kom Arsenal í 2-0 á 54. mínútu en Arsene Wenger var búinn að skipta öllu byrjunarliði sínu af velli þegar Olivier Giroud skoraði þriðja markið á 70. mínútu. Frakkinn var aftur að verki þremur mínútum síðar þegar flóðgáttir opnuðust.

Lukas Podolski kom Arsenal í 5-0 á 83. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði Kris Olsson. Annað ungstirni, Thomas Eisfeld, skoraði sjöunda og síðasta mark leiksins mínútu síðar eða á 86. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×