Fótbolti

Sungu afmælissönginn á sænsku fyrir Lars Lagerbäck

Óskar Ófeigur Jónsson í Vaxjö skrifar
Lars Lagerbäck vildi helst frá 3 stig í afmælisgjöf.
Lars Lagerbäck vildi helst frá 3 stig í afmælisgjöf. Mynd/ÓskarÓ
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kom karlalandsliðsþjálfaranum á óvart í kvöld í tilefni þess að Lars Lagerbäck heldur upp á 65 ára afmæli sitt í dag. Lagerbäck er með liðinu til að aðstoða Sigurð Ragnar Eyjólfsson fyrir leikinn á móti Hollandi á morgun þar sem íslenska liðið á möguleika á því að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum EM.

Stelpurnar stilltu sér upp fyrir framan varamannabekkinn fyrir æfinguna í Vaxjö í kvöld þar sem Lagerbäck sat ásamt Heimi Hallgrímssyni. Þær sungu síðan sænska afmælissönginn: „Ja, må han leva, Ja, må han leva, Ja, må han leva i hundrade år. Ja visst skal han leva, ja visst skal han leva, ja visst skal han leva i hundrade år"

Guðný Björk Óðinsdóttir stjórnaði því síðan að stelpurnar enduðu sönginn á því að hrópa þrefallt húrra fyrir Lars Lagerbäck.

Stelpurnar gáfu Lars Lagerbäck einnig afmælisgjöf en þar var að finna bók um Ísland, íslenska fánann og áritaða landsliðstreyju með nöfnum alla leikmannanna.

Lars þakkaði síðan fyrir sig en sagði að besta afmælisgjöfin væri að fá þrjú stig á móti Hollandi á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×