Fótbolti

Katrín rifjaði upp annan landsleikinn sinn frá 1994

Óskar Ófeigur Jónsson í Vaxjö skrifar
Katrín Jónsdóttir á fundinum í kvöld.
Katrín Jónsdóttir á fundinum í kvöld. Mynd/ÓskarÓ
Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, var spurð út í leik Íslands og Hollands fyrir 19 árum en hún var þá að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu.

Katrín kom þá inn á sem varamaður í 1-0 sigri á Hollandi en íslenska landsliðið tryggði sér þar með sæti í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar í fyrsta sinn í sögunni.

„Já ég man eftir þessum leik. Ég stóð á hliðarlínunni og það voru allir að vonast til að leikurinn myndi klárast. Ég held að það hafi verið 1-0 fyrir Íslandi þá en mér langaði ógeðslega mikið að koma inná," sagði Katrín og bætti við:

„Ég kom inná í eina mínútu og þessi sigur kom okkur inn í átta liða úrslit í fyrsta sinn," sagði Katrín sem  kom þá inn fyrir Ástu B. Gunnlaugsdóttur. Logi Ólafssson var þjálfari íslenska liðsins á þessum tíma.

Það var Olga Færseth sem skoraði eina mark þessa leiks á 60. mínútu. Ísland mætti Englandi í átta liða úrslitunum og tapaði báðum leikjum, fyrst 1-2 á Laugardalsvellinum og svo 1-2 í Englandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×