Sport

Blake missir af HM vegna meiðsla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Útlit er fyrir að Usain Bolt muni fá litla samkeppni um heimsmeistaratitlana í spretthlaupsgreinunum á HM í Moskvu í næsta mánuði.

Yohan Blake, landi Bolt frá Jamaíku, hefur neyðst til að draga sig úr keppninni þar sem hann er að glíma við meiðsli aftan í læri. Blake hefur verið að glíma við meiðslin síðan í apríl.

Blake er ríkjandi heimsmeistari í 100 m hlaupi eftir að Bolt gerði ógilt í úrslitahlaupinu í Daegu fyrir tveimur árum síðan.

Asafa Powell, annar Jamaíkumaður, og Bandaríkjamaðurinn Tyson Gay verða heldur ekki með þar sem þeir féllu nýverið á lyfjaprófi. Þess utan hafði Powell ekki náð lágmarki á mótið.

Meðal þeirra sem munu væntanlega veita Bolt mestu samkeppnina í Moskvu eru Nesta Carter frá Jamaíku, Bandaríkjamaðurinn Justin Gatlin og Jasson Dasaolu frá Bretlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×