Fótbolti

Fanndís og Sif inn í byrjunarliðið - Glódís á bekkinn

Óskar Ófeigur Jónsson í Växjö skrifar
Fanndís er kominn aftur í liðið.
Fanndís er kominn aftur í liðið. Mynd/ÓskarÓ
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, gerir tvær breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn á móti Hollandi í Vaxjö í kvöld. Íslenska liðið tryggir sér sæti í átta liða úrslitum með sigri í þessum leik en er úr leik gerði liðið jafntefli eða tapi leiknum.

Harpa Þorsteinsdóttir og Glódís Perl Viggósdóttir voru báðar í byrjunarliðinu á móti Þýskalandi en í stað þeirra koma þær Sif Atladóttir og Fanndís Friðriksdóttir inn í liðið hjá Íslandi.

Rakel Hönnudóttir fer í framlínuna með Margréti Láru Viðarsdóttur en Fanndís Friðriksdóttir fer á kantinn í staðinn. Fanndís var í byrjunarliðinu í fyrsta leiknum.

Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir eru báðar leikfærar og byrja saman á miðju íslenska liðsins.



Byrjunarlið íslenska liðsins á móti Hollandi:

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir.

Hægri bakvörður: Dóra María Lárusdóttir.

Miðverðir: Sif Atladóttir og Katrín Jónsdóttir.

Vinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir.

Miðjumenn: Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir.

Hægri kantur: Fanndís Friðriksdóttir.

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir.

Framherjar: Margrét Lára Viðarsdóttir og Rakel Hönnudóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×