Fótbolti

"Andskotinn hafi það"

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
„Ég er ógeðslega glöð. Eiginlega bara orðlaus," sagði Katrín Jónsdóttir í samtali við Rúv eftir sigurinn á Hollendingum.

Katrín sagði að taugastríðið hefði verið mikið í síðari hálfleiknum þar sem íslenska liðið varðist með kjafti og klóm.

„Við vorum aðeins lengra til baka en við ætluðum okkur. Við fórum að reyna að halda fengnum hlut og þetta varð þvílík barátta í seinni hálfleik," sagði landsliðsfyrirliðinn.

Katrín hefði mögulega leikið sinn síðasta leik á landsliðsferlinum hefði leikurinn í dag ekki unnist. Nú er framundan leikur í átta liða úrslitum.

„Andskotinn hafi það," missti landsliðsfyrirliðinn út úr sér í sigurvímunni í sjónvarpsviðtalinu. Hún sagði að sér hefði fundist ótrúlegt að fylgjast með sóknarmönnum Íslands seint í leiknum.

„Ég veit ekki hvernig stelpurnar þarna frammi gátu haldið áfram að hlaupa!"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×