Sif: Gleypti tíu flugur þegar ég hljóp til að fagna með þeim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2013 22:13 Mynd / Óskaró Sif Atladóttir kom inn í miðja íslensku vörnina og átti frábæran leik. Hún pakkaði saman framherjanum Manon Melis sem reyndi að komast sem lengst frá henni í seinni hálfleiknum. „Þetta var æðislegt. Það er erfitt að spila í gegnum okkur þegar við spilum svona vel," sagði Sif hlæjandi í leikslok. „Það var pínu stress fyrstu tíu mínúturnar en svo fann maður bara hvað þær urðu óþolinmóðar og stressaðar. Eftir að við skorum fóru þær að vera reiðar út í hvora aðra því það gekk ekkert upp hjá þeim," sagði Sif. Manon Melis, stærsta stjarna hollenska liðsins, gafst upp á baráttunni við Sif og færði sig út á vinstri kantinn í seinni hálfleiknum. „Mér finnst þetta svolítið oft hjá henni og hún vill helst ekki vera nálægt mér. Þá tók Dóra bara við og kláraði hana. Þetta var ekkert mál," sagði Sif. „Ég get sagt það núna að ég var fegin að hafa fengið hvíldina á móti Þýskalandi. Ég var ekki viss um að fá að spila í dag því Glódís stóð sig vel og þær Kata og Glódís ná rosalega vel saman. Ég fékk tækifærið í dag og ákvað að nýta það eins vel og ég gat," sagði Sif. „Allt sem fór fram hjá okkur í vörninni það átti Gugga í markinu. Við vorum þarna inn á vellinum fyrir hverja aðra," sagði Sif en hvernig sá hún sigurmarkið hjá Dagnýju Brynjarsdóttur. „Það er búið að skamma mig svo mikið fyrir að vera að horfa á fótboltann þegar við erum í sókn. Ég var svo upptekin af þvi hvar mínír leikmenn voru en svo horfi ég upp og þá er Dagný að skalla þennan frábæra bolta frá Hallberu inn. Ég held að ég hafi gleypt tíu flugur þegar ég hljóp til að fagna með þeim," sagði Sif en hún kom lang fyrst inn á völlinn eftir hálfleikinn. „Ég stirna svolítið upp ef ég bíð of lengi. Ég hlustaði á ræðuna frá Sigga en fór strax út þegar hún var búin. Ég var bara að skokka til að halda mér heitri," sagði Sif. „Þetta voru ógleymanlegar 90 mínútur og við fengum frábæran stuðning. Ég er frá því að ég hafi fellt nokkur tár þegar ég sá alla fjölskylduna upp í stúku, manninn, mömmu og tengdaforeldrana. Þetta var æðisleg stund," sagði Sif að lokum. Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Sjá meira
Sif Atladóttir kom inn í miðja íslensku vörnina og átti frábæran leik. Hún pakkaði saman framherjanum Manon Melis sem reyndi að komast sem lengst frá henni í seinni hálfleiknum. „Þetta var æðislegt. Það er erfitt að spila í gegnum okkur þegar við spilum svona vel," sagði Sif hlæjandi í leikslok. „Það var pínu stress fyrstu tíu mínúturnar en svo fann maður bara hvað þær urðu óþolinmóðar og stressaðar. Eftir að við skorum fóru þær að vera reiðar út í hvora aðra því það gekk ekkert upp hjá þeim," sagði Sif. Manon Melis, stærsta stjarna hollenska liðsins, gafst upp á baráttunni við Sif og færði sig út á vinstri kantinn í seinni hálfleiknum. „Mér finnst þetta svolítið oft hjá henni og hún vill helst ekki vera nálægt mér. Þá tók Dóra bara við og kláraði hana. Þetta var ekkert mál," sagði Sif. „Ég get sagt það núna að ég var fegin að hafa fengið hvíldina á móti Þýskalandi. Ég var ekki viss um að fá að spila í dag því Glódís stóð sig vel og þær Kata og Glódís ná rosalega vel saman. Ég fékk tækifærið í dag og ákvað að nýta það eins vel og ég gat," sagði Sif. „Allt sem fór fram hjá okkur í vörninni það átti Gugga í markinu. Við vorum þarna inn á vellinum fyrir hverja aðra," sagði Sif en hvernig sá hún sigurmarkið hjá Dagnýju Brynjarsdóttur. „Það er búið að skamma mig svo mikið fyrir að vera að horfa á fótboltann þegar við erum í sókn. Ég var svo upptekin af þvi hvar mínír leikmenn voru en svo horfi ég upp og þá er Dagný að skalla þennan frábæra bolta frá Hallberu inn. Ég held að ég hafi gleypt tíu flugur þegar ég hljóp til að fagna með þeim," sagði Sif en hún kom lang fyrst inn á völlinn eftir hálfleikinn. „Ég stirna svolítið upp ef ég bíð of lengi. Ég hlustaði á ræðuna frá Sigga en fór strax út þegar hún var búin. Ég var bara að skokka til að halda mér heitri," sagði Sif. „Þetta voru ógleymanlegar 90 mínútur og við fengum frábæran stuðning. Ég er frá því að ég hafi fellt nokkur tár þegar ég sá alla fjölskylduna upp í stúku, manninn, mömmu og tengdaforeldrana. Þetta var æðisleg stund," sagði Sif að lokum.
Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Sjá meira