Sara Björk: Erum að skrifa okkur í sögubækurnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2013 22:22 Sara skellir sér yfir grindverkið til að hitta fjölskyldu sína Mynd / Óskaró Sara Björk Gunnarsdóttir harkaði af sér veikindin og hjálpaði íslenska kvennalandsliðinu að vinna 1-0 sigur á Hollandi og tryggja sér sæti í átta liða úrslitum EM í Svíþjóð. „Mér líður rosalega vel og ég trúi því varla að við höfum náð þessu," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir eftir leikinn. Hún þurfti að fara af velli í síðasta leik vegna magakramba og var tæp fyrir leikinn. „Ég fann aðeins fyrir þessu fyrir leik en fékk smá lyf frá læknunum og þau fóru að virka þegar ég var farin að spila. Ég fann lítið fyrir því nema kannski í endann og þá píndi ég mig aðeins," sagði Sara. „Ég var ekki að taka þessa geðveiku spretti og var bara að reyna að halda mér í góðri stöðu. Ég hugsaði aðallega um að vera rétt staðsett ef þær myndu sækja á okkur. Ég fann alveg fyrir því að ég var ekki alveg hundrað prósent. Það hjálpaði til að við vorum svolítið aftarlega á vellinum og vorum að reyna að loka á þær. Það voru ekki eins mikil hlaup," sagði Sara. „Þetta er magnaður árangur og við erum að skrifa okkur í sögubækurnar. Það er gaman að sýna því fólki sem hafði enga trú á okkur hversu góðar við erum. Vonandi fara fleiri að sjá okkur spila í átta liða úrslitin og byrja að hafa meiri trú á okkur," sagði Sara. Íslenska liðið kom með mikið sjálfstraust og trú inn í leikinn á móti Hollandi. „Það var ekki svo mikil pressa á okkar liði. Hin liðin bjuggust ekki við neinu af okkur vegna þess að við erum ekki búnar að eiga gott ár. Við komum sem litla liðið inn í þennan riðil en það mikilvægasta var að við höfðum trú á okkur sjálfum og á okkar markmiði sem við lögðum upp með í byrjun móts," sagði Sara. „Þessi stund mun sitja vel í manni," sagði Sara. „Við megum ekki vera saddar en við megum verra glaðar í kvöld. Svo verðum við að fara hugsa um næsta leik," sagði Sara sem gæti verið á móti Svíum eða Frökkum. „Það væri gaman að mæta Svíum. Við erum margar búnar að spila lengi í Svíþjóð. Þarna yrði líka frábær stemmning og mikið af fólki á vellinum. Það skiptir svo sem ekki miklu máli hvoru liðinu við mætum en við ætlum bara að halda áfram," sagði Sara. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir harkaði af sér veikindin og hjálpaði íslenska kvennalandsliðinu að vinna 1-0 sigur á Hollandi og tryggja sér sæti í átta liða úrslitum EM í Svíþjóð. „Mér líður rosalega vel og ég trúi því varla að við höfum náð þessu," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir eftir leikinn. Hún þurfti að fara af velli í síðasta leik vegna magakramba og var tæp fyrir leikinn. „Ég fann aðeins fyrir þessu fyrir leik en fékk smá lyf frá læknunum og þau fóru að virka þegar ég var farin að spila. Ég fann lítið fyrir því nema kannski í endann og þá píndi ég mig aðeins," sagði Sara. „Ég var ekki að taka þessa geðveiku spretti og var bara að reyna að halda mér í góðri stöðu. Ég hugsaði aðallega um að vera rétt staðsett ef þær myndu sækja á okkur. Ég fann alveg fyrir því að ég var ekki alveg hundrað prósent. Það hjálpaði til að við vorum svolítið aftarlega á vellinum og vorum að reyna að loka á þær. Það voru ekki eins mikil hlaup," sagði Sara. „Þetta er magnaður árangur og við erum að skrifa okkur í sögubækurnar. Það er gaman að sýna því fólki sem hafði enga trú á okkur hversu góðar við erum. Vonandi fara fleiri að sjá okkur spila í átta liða úrslitin og byrja að hafa meiri trú á okkur," sagði Sara. Íslenska liðið kom með mikið sjálfstraust og trú inn í leikinn á móti Hollandi. „Það var ekki svo mikil pressa á okkar liði. Hin liðin bjuggust ekki við neinu af okkur vegna þess að við erum ekki búnar að eiga gott ár. Við komum sem litla liðið inn í þennan riðil en það mikilvægasta var að við höfðum trú á okkur sjálfum og á okkar markmiði sem við lögðum upp með í byrjun móts," sagði Sara. „Þessi stund mun sitja vel í manni," sagði Sara. „Við megum ekki vera saddar en við megum verra glaðar í kvöld. Svo verðum við að fara hugsa um næsta leik," sagði Sara sem gæti verið á móti Svíum eða Frökkum. „Það væri gaman að mæta Svíum. Við erum margar búnar að spila lengi í Svíþjóð. Þarna yrði líka frábær stemmning og mikið af fólki á vellinum. Það skiptir svo sem ekki miklu máli hvoru liðinu við mætum en við ætlum bara að halda áfram," sagði Sara.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira