Fótbolti

Stelpurnar verða eina nótt til viðbótar í Vaxjö

Óskar Ófeigur Jónsson í Vaxjö skrifar
Mynd/ÓskarÓ
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fær ekki að vita það fyrr en í kvöld hvort að það mætir Svíþjóð eða Frakklandi í átta liða úrslitunum á EM í Svíþjóð. Það er hinsvegar ljóst að liðið er að fara frá Vaxjö þar sem stelpurnar hafa haft bækistöðar síðan á föstudeginum í síðustu viku.

Íslenska liðið verður eina nótt til viðbótar í Vaxjö og á morgun er síðan ferðadagur liðsins þar sem að þær fara til annaðhvort vestur til Halmstad eða norður til Linköping.

Danir (3. sæti í A-riðli) bíða einnig spenntir eftir úrslitunum í leikjum dagsins í C-riðli en ólíkt Íslendingum þá er danska liðið ekki komið áfram. Danir eru bara með tvö stig og verða treysta á það að Rússar eða Englendingar vinni ekki sína leiki. Englendingar mæta Frökkum en Rússar spila við Spánverja.

Ísland mætir Svíum í Halmstad á sunnudaginn komist Danir áfram en ef að lið úr C-riðli (Spánn, England, Rússland) kemst áfram sem annað tveggja bestu liðanna í 3. sæti riðlanna þá bíður íslenska liðsins leikur við Frakka í Linköping á mánudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×