Fótbolti

Lagerbäck: Fimm vespu frammistaða hjá íslensku stelpunum

Óskar Ófeigur Jónsson í Vaxjö skrifar
Blaðamaður Aftonbladet fékk stutt viðtal við Lars Lagerbäck eftir að íslenska kvennalandsliðið hafði tryggt sér sæti í átta liða úrslitum EM í Svíþjóð í gær en þjálfari íslenska karlalandsliðsins hjálpaði til við undirbúning íslensku stelpnanna fyrir leikinn.

„Íslensku stelpurnar eru með skemmtilegt lið og ég vona að þeim gangi vel," sagði Lars Lagerbäck við Aftonbladet.

„Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu. Þetta var svona fimm vespu frammistaða eða hvað þið kallið það," sagði Lagerbäck og vísaði þá í einkunnagjöf Aftonbladet en lukkudýr blaðsins er vespa og hún er notuð til að tákna "stjörnugjöf" leikmanna frá 1 til 5.

„Þetta var frábær leikur hjá þeim. Taktíkin gekk upp hundrað prósent," sagði Lagerbäck.

„Ég hef bara verið hérna til að hjálpa þeim aðeins. Ég er bara stuðningsmaður. Siggi er á fullu í fræðslustarfinu og við tölum mikið saman. Ég talaði við hópinn en ég á ekki mikið í þessum árangri," sagði Lagerbäck.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×